151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:06]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er afar ánægjulegt að sjá þessa breytingartillögu meiri hluta fjárlaganefndar hér á pappírum. Við höfum lengi reynt að vekja athygli á þessu mikilvæga atvinnumáli á Suðurnesjum. Eins og fram kemur í nefndaráliti meiri hlutans er lagt til að 350 millj. kr. verði lagðar til Hafnabótasjóðs en Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur lengi undirbúið uppbyggingu þurrkvíar við Njarðvíkurhöfn. Forsenda þess að svo geti orðið og skapað þar með tugi starfa er að ríkið komi einnig inn með fjárframlag til að gera nauðsynlegar framkvæmdir á höfninni og við höfnina. Fjárfestar hafa sýnt málinu mikinn áhuga og sveitarfélagið og skipasmíðastöðin hafa unnið gríðarlega vandaða undirbúningsvinnu við þetta verkefni.