151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:27]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er lögð fram tillaga Miðflokksins um niðurskurð til RÚV á þeim tímum sem þjóðarútvarpið okkar sinnir yfirgripsmiklu og nauðsynlegu menningar-, lýðræðis- og öryggishlutverki. Við erum á hamfaratímum. Við erum stödd í atvinnuleysiskreppu. Niðurskurður til RÚV þýðir uppsagnir starfsfólks á þjóðarútvarpinu okkar.

Við greiðum að sjálfsögðu ekki atkvæði með því heldur gegn slíkri tillögu.