151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:33]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þessi tillaga meiri hluta hv. fjárlaganefndar er afar mikilvæg. Það er mikilvægt á tímum atvinnukreppu að opna framhaldsskólana, bjóða upp á fjölbreytt námsframboð, bjóða fólki upp á þann möguleika að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði sem verður um margt öðruvísi heldur en áður að heimsfaraldurinn kom. Þessi tillaga er því jákvæð.

Ég segi já.