151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Mig langar til að hvetja hæstv. menntamálaráðherra til að snúa ekki út þegar farið er með fjárheimildir. Hérna er ekki verið að styrkja sérstaklega framhaldsskóla og háskóla heldur er einfaldlega verið að greiða fyrir það fólk sem sækir um í þeim skólum. Aðsókn er að aukast í þá skóla, sem betur fer í því ástandi sem er og sem betur fer er stuðningur við það o.s.frv. Það þýðir ekki að stuðningur á hvern nemenda sé að aukast og þar af leiðandi sé verið að styrkja framhalds- eða háskólakerfið á neinn hátt. Það er einfaldlega verið að borga fyrir það fólk sem mætir þangað, sem betur fer vissulega en það er ekki verið að styrkja neitt umfram það. Við skulum hafa hlutina á hreinu, um hvaða fjárheimildir við erum að greiða atkvæði. Það er verið að greiða atkvæði með því að fjármagn fylgi nemendum, ekki verið að styrkja háskólann um aukaverkefni eða neitt slíkt.