151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:41]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um auknar fjárveitingar til sjúkrahúsa, Landspítala – háskólasjúkrahúss. Við leggjum til stórauknar greiðslur til þeirra vegna þess að við verðum að átta okkur á að við erum í miðjum Covid-faraldri og við eigum að láta sjúkrahúsin fá þá fjármuni sem þau þurfa á halda. Annað er ábyrgðarlaust og hreinlega lífshættulegt fyrir þá sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Við erum að biðja um að það sé ekki skorið niður heldur séð til þess að sjúkrahúsin fái það sem þau þurfa á að halda til að lifa af í Covid-faraldrinum. Það ætti ekki að vera mjög flókið að samþykkja það.