151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um býsna athyglisvert mál og kannski er hægt að segja að það sé ákveðinn prófsteinn á Alþingi. Í sumar greiddu þingmenn úr öllum flokkum samhljóða atkvæði um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem þó var ekki fjármögnuð á þeim tíma. Alþingi er löggjafinn og á það benti auðvitað hæstv. fjármálaráðherra þegar hann sagði að Alþingi gæti veitt fjármagn í verkefnið og nú liggur fyrir að við getum gert það. Ef Alþingi er ekki tilbúið til að fylgja eftir eigin samþykkt frá því í sumar ættu þau sem ekki eru tilbúin til að gera það kannski að íhuga það næst að gefa ekki í skyn eitthvað sem þau vilja svo ekki standa við.