151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:58]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Hér erum við m.a. að greiða atkvæði um að bæta við allt að 90 hjúkrunarrýmum eða 1.350 millj. kr. í rekstur á slíkum rýmum. Þetta gjörbreytir stöðunni fyrir allt heilbrigðiskerfið og ekki síst Landspítalann, en fyrst og fremst þó fyrir þau sem eru öldruð og hafa færni- og heilsumat. Með þessu fjármagni verður greitt fyrir rekstur þessara rýma sem verða fullbúin og standast þær kröfur sem við gerum til rýma af þessu tagi. Einnig er hér lagt til að bæta við ríflega 300 millj. kr. til að greiða fyrir aukna hjúkrunarþyngd í þeim rýmum sem þegar eru í rekstri. Ég segi já.