151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:29]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegur forseti. Það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu er það sama og að neita því um réttlæti. Ég trúi því bara ekki fyrr en ég tek á því að hæstv. ríkisstjórn og meiri hluti Alþingis fylgi ekki einu sinni 69. gr. almannatryggingalaga og hækki framfærslu þessa hóps um 7,1% eins og meðallaun í landinu hækkuðu og launaþróun í landinu var frá október 2019 til október 2020. Það voru 7,1%. Þessi tillaga felur eingöngu í sér að við fylgjum gildandi rétti, ekkert annað, og um leið (Forseti hringir.) að við sýnum að við fleygjum ekki alltaf öryrkjum og þeim sem fátækastir eru fyrir borð og látum eins og þeir komi okkur ekkert við.