151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:37]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Félag eldri borgara gerði mjög hógværar kröfur, að fá launaþróunina bætta, 16.000 kr. á mánuði, mjög hógvær krafa. Ekki kjaragliðnun aftur á bak heldur eingöngu að fá einu sinni rétta fjárhæð. En, nei, það er ekki hægt. Þetta eru nefnilega breiðu bök þessarar ríkisstjórnar. Eldri borgarar. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. (IngS: Áhyggjufullt.) Það er ekki verið að gera það. Já, það er einmitt það sem er, áhyggjufullt ævikvöld. Stór hópur veit ekki hvernig hann á að eiga fyrir mat eða jólagjöfum handa barnabörnunum sínum. Þau fá ekki einu sinni 50.000 kr. eingreiðslu skatta- og skerðingarlaust. Þau fá ekkert nema 3,6%. Ömurlegt.