151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:41]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Hér ræðir um tillögur Miðflokksins til að bæta kjör eldri borgara, annars vegar um að þeir njóti sömu eingreiðslu og öryrkjar á árinu, samtals 70.000 kr. skattfrjálst og hins vegar að lífskjarasamningarnir nái til þessa hóps eins og annarra, með 15.750 kr. hækkun á mánuði. Loks leggjum við til að eldra fólki sé ekki meinað að bæta hag sinn með aukinni vinnu.