151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:43]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Að sjálfsögðu styð ég þessa tillögu enda kemur hún, að litlu leyti, til móts við réttmætar óskir aldraðra. Ég verð hins vegar að viðurkenna að þetta er kannski sá liður sem ég hef þurft að klóra mér mest í kollinum yfir þegar kemur að ákvörðunum stjórnarliða. Gerðar eru hófsamar kröfur um krónutöluhækkun upp á 15.750 til jafns á við þau sem hafa fengið kjarabætur úr lífskjarasamningunum en ekki er hægt að verða við því. Þetta er hópur sem hefur þurft að þola kjaragliðnun undanfarin ár. Hér er ekki verið að biðja um leiðréttingu á neinu, hér er bara verið að biðja um þessa krónutöluhækkun. Ég skil þetta ekki, herra forseti.