151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[16:14]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um heimild til mikillar lántöku. Við í Viðreisn munum verða gul þar. Mig langaði líka til að nota tækifærið og minnast á einn kostnaðarlið sem hvergi kemur fram í fjárlagafrumvarpinu. Það er kostnaðurinn af því að við erum að reka einn minnsta gjaldmiðil í heimi. Það skiptir tugum milljarða fyrir ríkissjóð, fyrir Seðlabankann, fyrir heimilin, fyrir fyrirtækin í landinu. Þetta er kostnaður sem nemur trúlega á bilinu 150–200 milljörðum fyrir þjóðfélagið allt á hverju einasta ári. Þetta er eitt af því sem við verðum að ræða og taka til alvarlegrar skoðunar, hvort krónan sé okkur ekki allt of dýrkeypt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)