151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[14:06]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum hér að fara að greiða atkvæði um þrjú frumvörp sem öll eru um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði, gríðarlega mikilvæga löggjöf sem við samþykktum fyrir ekki svo löngu síðan. Þessi frumvörp eiga það öll sameiginlegt að bæta enn frekar og styrkja lagalega stöðu fólks. Ég er stolt af því að tilheyra samfélagi og tilheyra stjórnarmeirihluta sem áttar sig á mikilvægi þessara mála og leggur metnað sinn í að hafa umgjörðina um mál hinsegin fólks sem allra besta með vönduðum vinnubrögðum. Það er því með miklu stolti og gleði sem ég ætla að greiða atkvæði með þessum málum í dag og við í þingflokki Vinstri grænna.