151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[14:10]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er gleðidagur. Þetta er góður dagur. Þetta er mikilvægur áfangi í réttindabaráttu. Hér er talað um kynrænt sjálfræði. Hið augljósa er að við erum einfaldlega að tala um sjálfræði fólks, sjálfræði einstaklinga, sjálfræði barna, frelsi til að vera sá sem maður er. Af því að fjölmiðlaumfjöllun gærdagsins var eins og hún var þá fannst mér ástæða til að koma hér upp því að það er líka mjög ánægjulegt að sjá og skynja að nánast allir flokkar hér á þingi styðja þetta mál, að þetta er þvert á allar línur, enda ætti vitaskuld að vera svo þegar um er að ræða sjálfræði og réttindi einstaklinga. Ég er mjög glöð yfir því að hafa upplifað að svo sé, með einstaka undantekningum. Ég held að við ættum að fagna því miklu frekar að það er einhugur, með einstaka undantekningum, um þennan gleðilega áfanga.