151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kosningalög.

339. mál
[22:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Örstutt praktískt atriði fyrir þingið. Fram kom í umfjöllun forsætisnefndar þegar verið var að grennslast fyrir um hvernig leggja ætti þetta mál fram að best væri að klára það fyrir áramót. Það er augljóslega ekki að fara að gerast þannig að mig langar til að spyrja hv. þingmann: Hvenær þyrfti í rauninni að klára frumvarpið til að þess að það kæmi tímanlega til framkvæmda og hægt yrði að fara að nýjum kosningalögum fyrir næstu kosningar?