151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[15:23]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt. Þeir kjósa ekki Pírata til að taka geðþóttaákvarðanir eins og að skipa einhverja dómara í Landsrétt fram hjá faglegu áliti, ekki til að stinga skýrslum ofan í skúffu rétt fyrir kosningar. Fólk er að kjósa Pírata til að gera hlutina rétt. (Gripið fram í.) Og staða formsins er svo alvarleg að það þarf ekki bara hálftímaræðu fyrir það. Ég hélt líka ræðu um fjárlögin sem var klukkutími og þar fjallaði ég að miklu leyti til um formið líka af því að það er enn þá bilað, það er enn þá gallað. Og þær fjárheimildir sem við fáum uppástungu um á Alþingi eru byggðar á ágiskun um að þær dugi. Það er bara léleg ákvörðunartaka að byggja vinnu Alþingis á slíkum undirbúningi.