151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er eitt af dæmunum þar sem báðir hafa rétt fyrir sér en tekst samt að rífast. Já, það er búið að auka framlög til margra málaflokka og málefnasviða en fyrir faraldurinn var á fjármálaáætlun minnkun á framlögum á ýmsum málefnasviðum, t.d. nýsköpun. Þannig að já, það er rétt sem hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson segir, og já, það er rétt sem stjórnarflokkarnir segja. Samt tekst þeim að rífast. Þetta er pólitík eins og hún gerist leiðinlegust þar sem fólk rammar sig inn í ákveðið þröngt sjónarhorn og rífst um það en horfir ekki á heildarsamhengið. Báðir aðilar hafa rétt fyrir sér, hættum að rífast um þetta.

(Forseti (SJS): Það yrðu nú aldeilis tíðindi.)[Hlátur í þingsal.]