151. löggjafarþing — 41. fundur,  17. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[23:50]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það má vera og ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég þarf að skoða þetta sérstaklega en ég sé að í breytingartillögu okkar hér við 1. mgr. 26. og 27. gr. segir, með leyfi forseta:

„Réttur til fæðingarstyrks vegna fæðingar barns stofnast við fæðingu barnsins og fellur niður þegar barnið nær 24 mánaða aldri.“

Það má vera að þarna hafi ég mislesið og verið að horfa til tillögunnar eins og hún var í skýrslu undirbúningshópsins þannig að það má vel vera að hvað 24 mánaða rammann og hin almennu réttindi varðar sé þarna á ferðinni misskilningur hjá mér. En það mun ég skoða sérstaklega. En eins og ég segi, 24 mánaða tillagan er hérna varðandi 26. og 27. gr. hjá okkur en ég mun skoða þetta sérstaklega og þakka þakka hv. þingmanni fyrir þessa ábendingu en bara ítreka að meginatriðið í sjónarmiðum okkar er auðvitað það að að 12 mánuðirnir verði að fullu til skipta eftir vilja foreldra.