151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

horfur um afhendingu bóluefnis vegna Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[13:09]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Já, þetta voru ánægjuleg svör, þ.e. að þetta samtal sé í gangi um hvernig við getum verið með gagnkvæmar viðurkenningar á milli ríkja á bólusetningum, sér í lagi á milli Norðurlandanna. Það er mikilvægt. Ég hef í sjálfu sér kannski ekki fleiri spurningar. En samt, hæstv. ráðherra hefur nefnt hér vefinn bolusetning.is. Ég hef ekki skoðað hann sjálf. Kemur t.d. fram þar hvernig forgangsröðun er háttað þannig að fólk geti mælt sig einhvern veginn inn í þá forgangsröð og kannski gert einhver plön út frá því fyrir næstu mánuði?