151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

horfur um afhendingu bóluefnis vegna Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[13:24]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Því er fljótsvarað: Nei, það er ekki rétt. Við notum þær leiðir sem eru fljótvirkastar í þessum efnum, fljótvirkastar og öruggastar fyrir samfélagið. Það skiptir öllu máli.

Ég vil svo svara hv. þingmanni sem spurði sérstaklega hvort fólk gæti valið um bóluefni. Svarið við því er líka nei, það velur ekki um bóluefni. Eiginleikar efnisins geta verið mismunandi og það getur verið að einhver efni henti eldra fólki betur en önnur o.s.frv. Byggja verður á faglegum sjónarmiðum hvernig hverju bóluefni fyrir sig er forgangsraðað. Í rauninni er nálgunin sú að sóttvarnalæknir forgangsraðar og það verður kvaðning fyrir hvern og einn í bólusetningu.