151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:45]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Frumvarpið um fæðingar- og foreldraorlof er stórkostlegt mál og sannar enn og aftur að Ísland ætlar að vera í fremstu röð í jafnréttismálum. Hagvöxtur og velsæld er meiri á Íslandi vegna þeirra róttæku kerfisbreytinga sem við höfum farið í varðandi fæðingarorlof og uppbyggingu leikskólastigsins. Sökum þess er fæðingartíðni hærri á Íslandi en í mörgum samanburðarríkjum. Landsframleiðsla er meiri á Íslandi en í mörgum samanburðarríkjum vegna mikillar atvinnuþátttöku kvenna og ég segi: Til hamingju Ísland með þetta frábæra og róttæka frumvarp.