151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[16:20]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Rétt fyrir umræðuna í gær fór ég inn á vef Vinnumálastofnunar og sló inn ákveðnar forsendur. Þar fékk ég út 80.341. kr. Efst í hægra horni síðunnar er boðið upp á hjálp. Eruð þið hissa? Hvernig í ósköpunum eigum við að láta einhvern lifa á 80.341 kr. á mánuði í fæðingarorlofi? Nei, ríkisstjórnin er búin að leysa þetta. Þeir ætla að hækka þetta í 83.000 kr. Það hlýtur að bjarga málunum. Ég segi nei. Færum þetta upp í 190.000 kr., það er lágmark, fyrsta skrefið áður en við förum upp í 350.000 kr. Þetta kostar pening. Þetta eru á milli 200 og 300 einstaklingar. Það kostar 200–300 millj. kr. Örfáir einstaklingar. Þið ætlið að segja við þetta fólk: Ekki eiga börn. Þið hafið ekki efni á því.