151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[21:48]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi í samvinnu við formann fjárlaganefndar upplýsa Alþingi um að sú tillaga sem lýtur að því að gjaldfrjálsar tíðavörur séu tryggðar í skólakerfinu er komin í farveg í ráðuneyti mínu. Ég tel að það sé bæði sanngjarnt og réttlátt að aðgengi að tíðavörum sé gjaldfrjálst í skólakerfinu. Ég hef þegar beint því til skólameistara að tryggja framgang málsins. Ýmsir framhaldsskólar bjóða nú þegar upp á gjaldfrjálst aðgengi að tíðavörum. Ég tel að raunhæft sé að í lok næstu skólaannar verði búið að klára málið.

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2021 markar tímamót í sögu landsins og einkennist af miklu hugrekki og framsýni. Markmið frumvarpsins er skýrt, að gera það sem þarf til að koma Íslandi úr kórónuveirunni. Við erum að ná utan um fólkið okkar, heilbrigðis- og menntakerfið. Við ætlum að koma Íslandi í gegnum þetta.

Ég vil þakka fjárlaganefnd sérstaklega fyrir vel unnin störf og formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni, fyrir einstaka forystu og fyrir að hafa hjartað á réttum stað. (Forseti hringir.) Við höfum gert það sem þarf og við höldum áfram.