151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[21:49]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Viðreisn höfum verið gagnrýnin á stjórn ríkisfjármála á fyrri hluta þessa kjörtímabils, höfum gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa misst tökin á ríkisfjármálunum og að ríkissjóður hafi verið orðinn ósjálfbær fyrir Covid. En síðan Covid skall á hefur þurft að grípa til ýmissa ráðstafana. Við höfum stutt mjög vel við það þó að við séum ekki alltaf sammála um alla hluti. Það fór ekki á milli mála að við þurftum að gera eitthvað róttækt en á mörgum atriðum höfðum við skiptar skoðanir. Nú þarf að fara að horfa til framtíðar. Þar höfum við auðvitað áhyggjur af því hvernig spilast úr þessu öllu. Þar verður erfitt verk að vinna, það er án nokkurs vafa. Við í Viðreisn erum meira en tilbúin (Forseti hringir.) til að takast á við þau verkefni sem því fylgja.