151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[22:01]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er lagt til að fjárveitingar til hjálparsamtaka verði auknar um 200 millj. kr. Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hefur þörfin fyrir matarúthlutanir stóraukist. Enginn á að þurfa að treysta á matargjafir á Íslandi en biðraðir fólks sem býr við sárafátækt eftir matargjöfum lengist dag frá degi. Ríkisstjórnin hefur fellt allar tillögur Samfylkingarinnar um fjárframlög til fólksins sem helst þarf á því að halda og þarf nú að treysta á matargjafir. Í anda jólanna hvet ég hv. þingmenn til að styðja þessa tillögu.