151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[22:17]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er ánægjulegt að fæðingarorlof skuli framlengt en það væri betra að foreldrum væri treyst til að fara með þann rétt sjálfir, rétt eins og það væri betra að foreldrum væri treyst til að taka ákvörðun um lækningar fyrir börn sín. En við lifum á tímum þar sem orð fá nýja og oft andstæða merkingu og staðreyndir virðast vera aukaatriði en merkimiðar mála aðalatriði. Talað er í frösum án innihalds eins og við heyrðum hér síðast frá hæstv. samgönguráðherra. Engu að síður felst í þessum breytingum aukið svigrúm fyrir foreldra til að nýta fæðingarorlof en það hefði sannarlega verið betra að menn hefðu frelsi að leiðarljósi og treystu foreldrum. Enn virðist vanta töluvert upp á að margir þingmenn geri það.