151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[22:26]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir jákvæð viðbrögð við þessu máli og tek undir það að þetta er sannarlega gleðidagur. Af því að hv. þingmaður og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála talaði um stolta Framsóknarmenn áðan þá ætla ég að segja að hér stendur stoltur femínisti sem stendur með lengdu fæðingarorlofi, sem er sennilega mikilvægasta kynjajafnréttismálið þegar öllu er á botninn hvolft, kannski mikilvægasta baráttumál femínista fyrr og síðar, að tryggja þennan jafna rétt. Af því tilefni vil ég líka nefna gríðarlega mikilvæga réttarbót sem við gerðum fyrr á þessu kjörtímabili sem var að nútímavæða löggjöfina um þungunarrof, sem var líka stórt skref fyrir femínista allra flokka. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Og enn og aftur erum við að stíga skref í anda kynjajafnréttis og femínisma.