151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[17:43]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hvort allir kostir hafi verið greindir og hvaða mögulegar og ómögulegar niðurstöður gætu síðan komið út úr þessari sölu. Hann hafi ekki fengið þær upplýsingar sem honum finnst hann þurfa. Í ferli eins og þessu þar sem verið er að skrá hluti á markað held ég að sé ekki almennilega hægt að sjá það nákvæmlega fyrir hvað gerist. Það er ekki hægt að sjá það nákvæmlega fyrir hvað kann að koma út. Það er ekkert auðveldara fyrir ríkið í svona sölu en fyrir einkaaðila sem væru að selja sambærilegan hlut. En eins og ég sagði áðan þá tel ég að þær upplýsingar sem komið hafa a.m.k. fyrir mína nefnd ættu að vera nægilega góðar fyrir menn til að taka ákvörðun. (Forseti hringir.) Síðan verða menn náttúrlega að meta það, hver og einn, hver hún verður.