151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[21:08]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætlaði svo sem ekki að koma aftur í andsvar en sé mig hins vegar knúna til þess vegna þess að hv. þingmaður svaraði ekki einfaldri spurningu minni, sem var sú, í ljósi þekkingar hans á fjármálamörkuðum og þeirri söluráðgjöf sem var í ræðu hans: Hvenær sér hv. þingmaður réttan tíma til að selja? Hann lýsti í andsvari alls konar aðstæðum sem væru ekki ákjósanlegar til að selja. En hvenær þá? Gæti hv. þingmaður lýst því hvenær réttu aðstæðurnar eru til að selja svona banka?

Ég spyr að auki: Eru ekki réttu aðstæðurnar og rétti tíminn til að selja þegar einhver vill kaupa á því verði sem sá sem er að selja sættir sig við? Er það ekki rétti tíminn til að selja? Eigum við ekki eftir að sjá það, ákveða útboðsgengi á bankanum, fleyta því á markað og sjá hverjir hafa áhuga á því? Er það ekki mögulega eina rétta svarið? Eini rétti tíminn til að selja er þegar einhver vill kaupa á því verði sem seljandinn sættir sig við.