151. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2021.

stjórn fiskveiða.

418. mál
[17:04]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svör. Þetta eru náttúrlega bara spekúlasjónir sem mér finnst gott að eiga við ráðherra í þingsal því að við fáum verulega margar fyrirspurnir um þetta. Ég velti fyrir mér, og hef kannski áður nefnt það við ráðherrann, varðandi þennan skala, þessi 650 kíló, að það er ekkert svigrúm gefið þar. Ég velti fyrir mér að minnka áhættu á óvarkárum brotum sem menn ætla sér alls ekki að fremja. Að öðru leyti tek ég undir það með ráðherranum að þetta eru auðvitað pottar, en mér finnst mikilvægt varðandi þessi 5,3% að ef eitthvað fellur til af aflaheimildum innan þessara potta þá séu þær nýttar upp á hverju ári og falli þá inn í strandveiðikerfið.