151. löggjafarþing — 49. fundur,  27. jan. 2021.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[17:24]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og fannst þetta athyglisvert sjónarmið sem hann kom fram með í lokin um að þetta gæti skapað óeiningu innan fyrirtækja. Ég hef ekki heyrt mikið minnst á það hér úr ræðustól af hálfu fylgjenda þessa frumvarps. Nú erum við mjög nálægt því að ná markmiðinu samkvæmt kynjakvótalögunum og uppfylla lögin, það vantar að mér skilst rétt um 13% til þess að við náum því markmiði, það hefur tekið svolítinn tíma, það eru rúm tíu ár frá því að lögin voru sett. Er hugsanlegt, hv. þingmaður, að flutningsmenn og þeir sem styðja frumvarpið viti þetta hreinlega ekki? Og eru menn ekki að feta mjög hættulega braut að ætla að skella á (Forseti hringir.) einhverjum sektarákvæðum á síðustu metrum þessa máls sem gætu síðan valdið því að konur yrðu jafnvel fyrir fordómum og öðru slíku (Forseti hringir.) ef lögin verða samþykkt og þær skipaðar í stjórn kannski í óþökk, með eitthvert sektarákvæði af hálfu stjórnvalda hangandi yfir sér? (Forseti hringir.) Er hugsanlegt að þeir sem eru fylgjandi málinu hafi hreinlega ekki áttað sig á því (Forseti hringir.) að við værum í raun og veru að ná þessu markmiði?

(Forseti (GBr): Forseti biður hv. þingmenn að virða tímamörk.)