151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

staða Íslands á lista yfir spillingu.

[10:37]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Við erum komin dálítið langt frá kjarna máls þegar við erum farin að skiptast á skoðunum um niðurstöður skoðanakannana. Eða ættum við kannski að velta því fyrir okkur hér, myndi það skila okkur eitthvað fram veginn í þágu þjóðarinnar, hvers vegna það skyldi vera að 83–84% þjóðarinnar vilji ekki Samfylkinguna sem valkost við stjórn landsins? 83% segja bara nei þegar Samfylkingin býður fram, við kjósum eitthvað annað. Þetta er bara einhver þvæluumræða. Aðalatriðið er að við stöndum við það sem sagt hefur verið í bankasölumálinu, að fylgja opnu og gagnsæju ferli þar sem enginn er að flýta sér. Við stígum varfærin skref og fylgjum því sem boðað hefur verið, að allir geti tekið þátt sem hafa áhuga.