151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

framlög úr ofanflóðasjóði.

[10:57]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Sem fyrrum gæslumaður þessa sjóðs til nokkurra ára og vitandi hvað var í honum á sínum tíma og hvað á að hafa verið í honum þegar fjármálaráðuneytið tók hann yfir þá verð ég að fara fram á að það verði ekki bara það sem greitt er í hann á hverju ári sem komi til þessara framkvæmda heldur einnig það sem upp hafði safnast á þessum tíma. Það sem var til í þessum sjóði á sínum tíma, þegar ég horfði til þess síðast, var nóg til að flýta framkvæmdum um líklega 10–15 ár, þ.e. að ljúka öllum nauðsynlegustu ofanflóðaframkvæmdum sem lágu fyrir. Ég fagna orðum ráðherra og þakka fyrir þau, að hann sé áfram um að gera þetta. En ég legg áherslu á og spyr þess vegna hæstv. ráðherra hvort það sé ekki alveg ljóst að það fé sem var til í sjóðnum þegar fjármálaráðuneytið yfirtók hann verði nýtt til þess að vinna þessar nauðsynlegu framkvæmdir eins fljótt og verða má.