151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

sóttvarnalög.

329. mál
[18:11]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir svarið. Hv. þingmaður kom ágætlega inn á það í ræðu sinni að með breytingartillögu nefndarinnar, sem kemur fram í nefndaráliti, væru ýmsir þættir frumvarpsins færðir til betri vegar, en það væri þó ýmislegt enn sem þingmanninum hefði þótt betra að færðist til betri vegar. Það er ekki mikill tími, en ég bið hv. þingmann að útskýra í stuttu máli hvaða atriði það eru helst sem hann telur að betur hefði farið á að afgreiða með öðrum hætti.