151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

sóttvarnalög.

329. mál
[19:10]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. framsögumanni nefndarálits fyrir prýðisgóða samantekt í lokin. Mig langaði bara að forma betur en ég gerði kannski í ræðu minni ósk um að málið verði tekið inn til nefndar á milli 2. og 3. umr. Í spjalli utan pontu hefur verið prýðileg sátt um það, með það fyrir augum fyrir okkur sem ekki erum í nefndinni að fá vonandi einhverja afurð sem útskýrir aðeins þau norrænu sjónarmið sem ég og hv. þm. Birgir Ármannsson komum sérstaklega inn á. Þetta er ekki ætlað til neinna pólitískra uppþota heldur held ég að öllum þingmönnum líði betur með þetta mál því betur sem hver hluti þess er ígrundaður. Þannig að ég vil bara nefna það hér og vona að ég fái góðar undirtektir hjá hv. framsögumanni.