151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

sóttvarnalög.

329. mál
[19:11]
Horfa

Frsm. velfn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég skal reyna að vera knappyrtur. Ég geri enga athugasemd við að málið sé kallað inn til nefndar, eins og hv. þingmaður var að leggja til, á milli 2. og 3. umr. Það er sjálfsagður réttur þingmanna að fara fram á slíkt og ég geri enga athugasemd við það. Varðandi þau atriði sem hv. þingmaður nefnir sérstaklega held ég að það sé ekki flókið að nefna í nefndaráliti þau skjöl sem ég nefndi áðan sem komu fyrir nefndina frá upplýsingasviði þingsins og ég sé ekki ástæðu til að gera neina athugasemd við það.