151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[17:23]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það verður auðvitað ekki þannig að maður geti gert þá kröfu að allir þingmenn tjái sig um alla þá þætti sem hér eru til umræðu. Það eru mér vissulega vonbrigði, vegna þess að inngangurinn að ræðu hv. þingmanns var prýðilegur, að hv. þingmaður skyldi ekki fjalla um fleiri ákvæði frumvarpsins en bara auðlindaákvæðið. En af því að hv. þingmaður gerði það að sínu aðalumræðuefni myndi mig langa til að spyrja hana nokkuð afmarkaðrar spurningar í tengslum við það. Spurningin snýst um það hvort hv. þingmaður telji að í stjórnarskrá eigi að setja almennt auðlindaákvæði sem eigi við um allar auðlindir eða hvort hún líti svo á að auðlindaákvæðinu sé ætlað að knýja fram tilteknar breytingar í tiltekinni atvinnugrein.