151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[17:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Það er margt að fara yfir hér. Já, að grunni til er frumvarp stjórnlagaráðs endurskoðun á núverandi stjórnarskrá. 80% af þeirri stjórnarskrá sem við búum við er að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs og 80% þeirra setninga sem þar eru. Þær setningar sem detta út eru ekkert rosalega merkilegar ef maður fer yfir listann. Maður getur svo sem farið yfir þann lista einhvern tímann, kannski í 2. umr. Ég er með hann hér í ansi langri grein. Hitt eru viðbætur. Já, 35 nýjar greinar en þær greinar er að finna í stjórnarskrám víða annar annars staðar í heiminum. Það er engin rosaleg nýsköpun í þessu plaggi sem kom frá stjórnlagaráði. Þetta er eitthvað sem er þegar til. Í rauninni er dálítið merkilegt að sjá þróunina í því og hvar áróðurinn liggur í raun og veru þegar allt kemur til alls.

Pólitískt söluvænlegt? Já, allt í lagi, pólitískt söluvænlegt. Ég skil það mjög vel út af þeim hávaða sem hefur verið út af kvótakerfinu í þó nokkuð langan tíma. Fólki er að sjálfsögðu annt um sjávarauðlindina. Það er ekki pólitískt söluvænlegt að vera með eða á móti því. Það er einfaldlega bara eitthvað sem fólk er að sjálfsögðu að bítast um. Það er einmitt af því að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og búin setja okkur þau mörk sem við eigum að vinna innan. Ef þjóðin segir: Þegar kemur að auðlindum sem á að hagnýta í ábataskyni á þingið að vinna á forsendum fulls gjalds en ekki bara eðlilegs gjalds eða einhverjum öðrum forsendum sem skila okkur þeim niðurstöðum sem við erum núna með. Við sjáum vel misskiptinguna á þeim vettvangi sem fólki svíður sjálfsögðu (Forseti hringir.) Ég kemst því miður ekki að með fleira, afsakið.