151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

áfengislög.

504. mál
[21:13]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skildi ræðu hv. þingmanns sem varfærinn stuðning við frumvarpið og ber að fagna því. Ég vil líka fagna auknum stuðningi úr ranni Framsóknarflokksins við breytingar af þessu tagi sem m.a. birtist í frumvarpi hv. þm. Þórarins Inga Péturssonar og fleiri þingmanna Framsóknarflokksins sem að sumu leyti gera ráð fyrir víðtækari breytingum í frjálsræðisátt heldur en er að finna í þessu frumvarpi. Ég er viss um að hægt er að taka góða parta úr báðum þessum frumvörpum og auka frjálsræðið á þessu sviði til mikilla muna. Ég held að í þessu samhengi verðum við auðvitað að hugleiða lýðheilsusjónarmiðin og þau koma alltaf til umræðu þegar við ræðum þessi mál. En við verðum auðvitað að hafa í huga líka að áfengi sem hættuleg vara hefur jafn slæm eða góð áhrif á einstaklinga, hvort sem það er ríkisstarfsmaður sem afgreiðir það eða starfsmaður einkafyrirtækis.