151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

um fundarstjórn.

[13:31]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þingmenn hafa ríku eftirlitshlutverki að gegna með framkvæmdarvaldinu. Það er ekki léttvægt. Það er grafalvarlegt þegar ráðherra skrifar á vef ráðuneytisins og kvartar undan fréttaflutningi og kvartar undan formanni velferðarnefndar eins og gert er. Það er alvarleg tilraun til þöggunar.

Ég segi, forseti: Tölum um vanda hjúkrunarheimilanna, gerum kröfu til hæstv. heilbrigðisráðherra, að ráðast gegn þeim vanda. Tölum um að hæstv. fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins fór í samkvæmi þar sem sóttvarnir voru brotnar á Þorláksmessu. Tölum um símtal sem hæstv. dómsmálaráðherra átti við lögreglustjóra. Látum ekki framkvæmdarvaldið og stjórnarliða þagga niður í okkur. Sinnum hlutverki okkar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)