151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

tilraunir til þöggunar.

[13:39]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Það er auðvitað alþekkt leið til að drepa málum á dreif að finna til eitthvað sem er algjörlega óskylt því sem raunverulega skiptir máli og beina sjónum að því. Það er akkúrat það sem gerst hefur undanfarið í þeim dæmum sem við höfum verið hér að tala um. Það er líka athyglisvert að komið hafa fram tilvitnanir í orð hv. þingmanna í fortíð, hvernig þeir hafa sjálfir vitnað beint í ummæli með mjög afgerandi hætti, þannig að maður getur ekki dregið aðra ályktun en þá að þessar reglur um trúnað gildi bara þegar það hentar mér. Það eru trúnaðarbrot ef einhverjir aðrir gera það. Ég má gera það þegar það hentar mér. Þið megið ekki gera það. Og eigin barmurinn er ágætur til að líta í stöku sinnum. (Forseti hringir.) Það held ég að sumir hv. þingmenn, sem hér hafa tekið til máls af hálfu stjórnarliða, ættu einmitt að gera, að líta í sinn ágæta eigin barm.