151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

opinber stuðningur við nýsköpun.

322. mál
[16:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta eru klassísk vinnubrögð þar sem tekin er ákvörðun og svo er því reddað eftir á hvað á að koma í staðinn. Frumvarpið sem liggur fyrir svarar því ekki neitt rosalega vel. Það er frekar óljóst hvernig ferli fyrstu stiga nýsköpunar verður miðað við frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um. Þetta er örstutt frumvarp, það leggur grófar línur um hvernig eitthvað gæti mögulega raðast innan þessa sviðs en það er ekkert á við það skipulag sem við höfðum áður, sem var mokað út og eitthvað óljóst er komið í staðinn. Það er ekki eðlilegt að vinna vinnuna svona. Ráðherra á að geta gert betur. Þingið á að geta sett niður fótinn og sagt: Við tökum ekki við svona verki.