151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

opinber stuðningur við nýsköpun.

322. mál
[16:09]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tel að frumvarpið hafi ýmsa kosti í för með sér og í því felst viss hugsun sem er mér þóknanleg. Mér finnst það hins vegar vera nokkur galli á málatilbúnaði hvernig að þessu hefur verið staðið. Þetta hefur ekki verið gert nógu vel og ekki undirbúið nógu vel og ég harma það. Mér sýnist að staðan sé sú að varla verði gerðar breytingar á þessu en ég get tekið undir með þeim þingmönnum sem talið hafa æskilegt að kalla málið inn til nefndar til skoðunar en ég veit ekki hvort það skilar árangri. En niðurstaða okkar í Viðreisn er sú að við munum sitja hjá við afgreiðslu þessa máls á þeim forsendum að það sé ekki nógu vel undirbúið.