151. löggjafarþing — 77. fundur,  13. apr. 2021.

hjúskaparlög.

646. mál
[14:44]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Til að varpa aðeins ljósi á þá stöðu sem hv. þingmaður nefnir varðandi þessar undanþágur þá hafa engar undanþágur verði veittar frá 2016 og aldrei hefur borist undanþágubeiðni fyrir einstakling sem er yngri en 16 ára. Alltaf hefur legið fyrir og verið kannað ótvírætt samþykki forsjárforeldra sem og aldur og ástæða undanþágubeiðninnar. Ég ætla ekki að fullyrða um undanþágur sem hafa verið veittar síðan 1997 þegar ég sjálf var nokkurra ára gömul. Ég býst við að með þessu séum við að breyta hlutum sem við öll viljum sjá breytingar á. Ég held að með frumvarpinu séum við að festa þetta í sessi, engar undanþágur hafa verið veittar frá árinu 2016 og munu ekki verða veittar framvegis eftir að frumvarpið verður samþykkt.