151. löggjafarþing — 77. fundur,  13. apr. 2021.

hjúskaparlög.

646. mál
[14:47]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við vitum ekki um hjónavígslur sem koma ekki til skráningar en með því að tryggja að könnun hjónavígsluskilyrða sé á einum stað og hafa samfellda skráningu og eftirlit með þeim, að skilyrði séu uppfyllt með skilmerkilegum hætti, á einni hendi hjá sýslumönnum getum við tryggt þetta. Hjónavígsluvottorð fara til Þjóðskrár Íslands og þau munu þá annast þau vottorð. En könnun á hjónavígsluskilyrðum verður þá á einni hendi hjá einu sýslumannsembætti sem sinnir þessu á landsvísu sem mun líka vonandi bæta það verklag sem hefur kannski verið aðeins mismunandi milli þeirra trúfélaga sem gefa fólk saman hérlendis.