151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

opinber stuðningur við nýsköpun.

322. mál
[13:46]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál fékk mjög harða gagnrýni í umsögnum og í máli gesta sem komu fyrir hv. atvinnuveganefnd. Það er útskýrt af kunnáttumönnum og liggur fyrir í gögnum málsins að það sem helst hafi skort á hafi verið að frumvarpið væri nægilega vel undirbúið og hugsað. Hv. atvinnuveganefnd lagði sig fram um að berja í brestina og við Miðflokksmenn studdum allar breytingartillögur. En þetta frumvarp er þannig vaxið að það hefur þegar valdið tjóni og ætti að réttu lagi að vera vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Við getum ekki stutt það og munum greiða atkvæði gegn því.