151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

opinber stuðningur við nýsköpun.

322. mál
[13:48]
Horfa

María Hjálmarsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í dag göngum við til atkvæðagreiðslu um áform ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Mín afstaða er afar skýr: Besta skrefið til úrbóta er að draga frumvarp ráðherra til baka og hefja endurskoðun á faglegri forsendum í þágu nýsköpunar og með skýrari sýn og stefnu. Við í þingflokki Samfylkingarinnar munum ekki styðja þetta frumvarp og ég skora á stjórnarþingmenn að skoða málið betur og greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína.