151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn og saksókn í skattalagabrotum .

373. mál
[14:14]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Undanskot frá skatti og notkun á reikningum í aflöndum, aflandseyjaeign, eru stórfelld og stórkostleg meinsemd í íslensku samfélagi. Það eru mikil verðmæti sem þar fara í súginn og þetta er líka siðferðislegt spursmál, siðferðisleg meinsemd í íslensku samfélagi. Hér koma hv. þingmenn upp og halda því fram að verið sé að styrkja hér stofnanir og eftirlit með skattheimtu, og rannsóknir á skattaumhverfi hér á landi með því að leggja stofnanir niður. Það sé verið að styrkja þetta embætti með því að leggja það niður.