151. löggjafarþing — 88. fundur,  3. maí 2021.

málefni eldri borgara og öryrkja.

[14:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. félags- og barnamálaráðherra svörin. Hann segir að aðgerðirnar, 472.000 kr. plús 11% í lífeyrissjóð, séu fyrir félagsbótaþega. En félagsbótaþegar sem hafa þegar fundið sér vinnu eða verið boðin vinna í þessu kerfi fá hana ekki vegna þess að þeir passa ekki inn í kassann. Það getur munað einum degi hvenær þeir urðu félagsbótaþegar. Það getur munað einum degi hvenær þeir fóru á atvinnuleysisbætur. Búið er að þrengja kassann þannig að bara ákveðnir aðilar komast inn í hann. Og er ekki ömurlegt til þess að vita að þegar einstaklingur sem er á félagsbótum og er búinn að vera það lengi er að reyna að bjarga sér, ætlar að fá sér vinnu, er búinn að finna vinnuna, meira að segja búinn að sýna frumkvæði til þess að finna vinnu, að þá komi ríkið og segi: Nei, þú passar ekki í kassann og þú færð það ekki? Þetta er mismunun.