151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[21:33]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þá kannski fylgi ég því eftir. Hv. þingmaður kom inn á að upp gæti komið sú staða að samþykkt frumvarps hefði afleidd áhrif á aðra þætti en fjallað væri um í því. Ég fer ekki í neinar grafgötur með áhyggjur mínar af því að áhrif frumvarpsins verði þau að kostnaður muni aukast ýmissa hluta vegna sem ekki eru nefndir í frumvarpinu. Á almennum nótum langar mig að spyrja hv. þingmann hvað hann telur vera líklegast til að hafa bein áhrif á fjölda umsókna. Hvaða breyting á kerfinu yrði þess valdandi að mati þingmannsins? Þá er ég ekki að biðja um svar þar sem beinar peningagreiðslur fyrir að koma landsins kæmu til eða eitthvað svoleiðis. (Forseti hringir.) Hvað telur hv. þingmaður að myndi hafa áhrif á fjölda umsókna hvað breytt regluverk varðar?